28.04.2012 17:00

Svana KE 33 og fjöldi annarra í Sandgerði

Hér koma tvær myndir sem ég tók af Svönu KE 33 koma inn til Sandgerðis, sennilega á árunum 1987 eða 1988. Á báðum myndunum sjást fjöldi annarra báta og segi ég nöfn sumara þeirra undir myndunum.


       1513. Svana KE 33 að koma inn til Sandgerðis og fyrir eru í höfninni m.a. 1851. Friðgeir Björgvinsson RE 400, 601. Dröfn RE 135, 731, Grunnvíkingur RE 163, 1198. Trausti BA 2 o.fl.


      1513. Svana KE 33, 360. Matti KE 123, 1271. Fram KE 105 o. fj. annarra í Sandgerði © myndir Emil Páll, 1988 eða 1989