27.04.2012 14:46
Ægir dregur norskt línuskip til hafnar
vefur Landhelgisgæslunnar:
Upp úr klukkan fjögur í morgun tók varðskipið Ægir norska línuskipið TORITA í tog undan austurströnd Grænlands. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag þegar það var statt um 500 sml SV af Garðskaga eða á mörkum íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og þess grænlenska. TORITA er 377 tonna línuskip og um 40 metra langt með 13 manns í áhöfn. Ef ferð skipanna gengur samkvæmt áætlun verða þau kominn til hafnar á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags.
Torita, séð frá varðskipinu Ægi, í nótt © mynd af vef Landhelgisgæslunnar, 27. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
