27.04.2012 14:00

Mariane Danielsen komið á flot

Þann 19. janúar 1989, strandaði flutningaskipið Mariane Danielsen á vestanverðu Hópsnesi við Grindavík. Eftir að skipverjum hafði verið bjargað í land var skipið  síðan selt Lyngholti í Vogum sem var í samráði við Tómas Knútsson kafara. Tókst þeim að ná skipinu út 7. apríl 1989 og var það síðan gert haffært í Njarðvík áður en það var dregið til Noregs til viðgerðar og sýnir þessi mynd einmitt skipið í Njarðvík við þetta tækifæri. Skip þetta hefur síðan borið ýmis nöfn, en allt um það hefur ég áður skrifað og birt myndir af hér á síðunni.


                  Mariane Danielsen, gert haffært í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1989