22.04.2012 00:00

Sandgerði fyrir 20 árum

Þessar myndir eru teknar einhvern tímann á tímabilinu frá janúar 1991 til júní 1992 og sýnir fjölda báta í Sandgerðishöfn, en mest ber þó á tveimur þeirra og verður saga þeirra rekin sérstaklega fyrir neðan myndirnar þrjár sem nú birtast.






                 403. Ársæll GK 83 og 2094. Jóna Björg GK 304 og fjöldi annarra í Sandgerðishöfn á tímabilinu 1991 til 1992 © myndir Emil Páll. Saga þessara tveggja verður sögð hér fyrir neðan

403.
Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1958. Úreldur 24. nóv. 1992. Brenndur á áramótabrennu í Garði 31. des. 1994.

Nöfn: Farsæll EA 74, Ársæll EA 74, Ársæll GK 83 og Ársæll Þór GK 83.

2094. Framleiddur hjá Selfa Boat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breytingar gerðar á skut 1998.

Frá því sökk 7 sm. V. af Siglufirði 9. mái 2005, undan of miklum afla, var hann dreginn marandi ía hálfu kafi til Siglufjarðar af björgunarskipinu Sigurvin  og var eftir það var báturinn ekki á skrá, en þó ekki afskráður. Var hann dreginn af Ramónu ÍS, til Ísafjarðar, þar sem allt var tekið innan úr honum og honum breytt í flutningapramma. Til stóða að aðilar í Reykjanesbæ keyptu hann til að innrétta að nýju, en ekkert varð af því og því fór báturinn ekki frá Ísafirði í það skiptið. Hann var síðan seldur til Bolungavíkur í ágúst 2010 þar sem endurbyggja átti hann og gera að fiskiskipi en ekkert varð úr því og í framhaldi af því keypti Sólplast ehf., í Sandgerði bátinn í nóv. 2010 með það í huga að endurbyggja og gera að fiskiskip að nýju, en ekki hefur verið enn farið út í þær framkvæmdir.

Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 23, Ásdís og núverandi nafn. Sólborg II GK 37.