22.04.2012 00:00
Sandgerði fyrir 20 árum
Þessar myndir eru teknar einhvern tímann á tímabilinu frá janúar 1991 til júní 1992 og sýnir fjölda báta í Sandgerðishöfn, en mest ber þó á tveimur þeirra og verður saga þeirra rekin sérstaklega fyrir neðan myndirnar þrjár sem nú birtast.



403. Ársæll GK 83 og 2094. Jóna Björg GK 304 og fjöldi annarra í Sandgerðishöfn á tímabilinu 1991 til 1992 © myndir Emil Páll. Saga þessara tveggja verður sögð hér fyrir neðan
403. Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1958. Úreldur 24. nóv. 1992. Brenndur á áramótabrennu í Garði 31. des. 1994.
Nöfn: Farsæll EA 74, Ársæll EA 74, Ársæll GK 83 og Ársæll Þór GK 83.
2094. Framleiddur hjá Selfa Boat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breytingar gerðar á skut 1998.
Frá því sökk 7 sm. V. af Siglufirði 9. mái 2005, undan of miklum afla, var hann dreginn marandi ía hálfu kafi til Siglufjarðar af björgunarskipinu Sigurvin og var eftir það var báturinn ekki á skrá, en þó ekki afskráður. Var hann dreginn af Ramónu ÍS, til Ísafjarðar, þar sem allt var tekið innan úr honum og honum breytt í flutningapramma. Til stóða að aðilar í Reykjanesbæ keyptu hann til að innrétta að nýju, en ekkert varð af því og því fór báturinn ekki frá Ísafirði í það skiptið. Hann var síðan seldur til Bolungavíkur í ágúst 2010 þar sem endurbyggja átti hann og gera að fiskiskipi en ekkert varð úr því og í framhaldi af því keypti Sólplast ehf., í Sandgerði bátinn í nóv. 2010 með það í huga að endurbyggja og gera að fiskiskip að nýju, en ekki hefur verið enn farið út í þær framkvæmdir.
Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 23, Ásdís og núverandi nafn. Sólborg II GK 37.
403. Ársæll GK 83 og 2094. Jóna Björg GK 304 og fjöldi annarra í Sandgerðishöfn á tímabilinu 1991 til 1992 © myndir Emil Páll. Saga þessara tveggja verður sögð hér fyrir neðan
403. Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1958. Úreldur 24. nóv. 1992. Brenndur á áramótabrennu í Garði 31. des. 1994.
Nöfn: Farsæll EA 74, Ársæll EA 74, Ársæll GK 83 og Ársæll Þór GK 83.
2094. Framleiddur hjá Selfa Boat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breytingar gerðar á skut 1998.
Frá því sökk 7 sm. V. af Siglufirði 9. mái 2005, undan of miklum afla, var hann dreginn marandi ía hálfu kafi til Siglufjarðar af björgunarskipinu Sigurvin og var eftir það var báturinn ekki á skrá, en þó ekki afskráður. Var hann dreginn af Ramónu ÍS, til Ísafjarðar, þar sem allt var tekið innan úr honum og honum breytt í flutningapramma. Til stóða að aðilar í Reykjanesbæ keyptu hann til að innrétta að nýju, en ekkert varð af því og því fór báturinn ekki frá Ísafirði í það skiptið. Hann var síðan seldur til Bolungavíkur í ágúst 2010 þar sem endurbyggja átti hann og gera að fiskiskipi en ekkert varð úr því og í framhaldi af því keypti Sólplast ehf., í Sandgerði bátinn í nóv. 2010 með það í huga að endurbyggja og gera að fiskiskip að nýju, en ekki hefur verið enn farið út í þær framkvæmdir.
Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 23, Ásdís og núverandi nafn. Sólborg II GK 37.
Skrifað af Emil Páli
