21.04.2012 22:37
Karlakór Sjómannaskólans vann söngvakeppnina
Karlakór Sjómannaskólans úr Tækniskólanum vann Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í kvöld. Lagaval kórsins var viðeigandi því þeir sungu lagið Stolt siglir fleyið mitt, eftir Gylfa Ægisson, og hlutu gríðargóðar undirtektir í salnum.
Karlakór Sjómannaskólans er tiltölulega nýstofnaður og kom hann í fyrsta skipti opinberlega fram í undankeppni Tækniskólans fyrir Söngkeppnina. Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason, en um undirleik sáu harmónikkubræðurnir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir.
