21.04.2012 00:00
Sæborg KE 75
537. Sæborg KE 75 © myndir Emil Páll, 1990
Smíðaður hjá Slippstöðinni hf., Akureyir 1961. Seldur til Noregs í sept. 1995, eftir úreldingu hér heima 17. mars sama ár.. Fékk hann nafnið Oddbjörg áður en hann fór héðan, en það var íslendingur búsettur ytra sem keypti bátinn. Lenti báturinn í stórsjó og var yfirgefinn um 90 sm. út af Ingólfshöfða og þá orðinn vélarvana, 28. sept. 1995, á leið frá Vestmananeyjum til Þórshafnar í Færeyjum undir norskum fána. Varðskipið Týr sótti bátinn og dró til Fáskrúðsfjarðar. Eftir þetta hef ég ekkert fundið um bátinn.
Nöfn: Haförn Ea 155, Guðrún Jónsdóttir SI 155, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur HF 321, Gulltoppur SH 174, Toppur SH 474, Sæborg KE 75, Sæborg BA 77 og Oddbjörg (Noregi)
Af Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen ?537 liggur þarna utaná 1581 sem leit svona út þegar eg eignaðist hana en hún hét berghildur hjá mér
Skrifað af Emil Páli
