19.04.2012 00:24

Gleðilegt sumar

Um leið og ég óska lesendum síðunnar Gleðilegs sumars, birti ég táknræna og um leið skemmtilega mynd, sem ég tók á Sumardaginn fyrsta í Keflavíkurhöfn árið 1981.
Eins og margir vita, tíðkaðist það lengi vel og gerir kanski ennþá að sjómannaskonur komi með bakkelsi handa eiginmönnum sínum um borð, er þeir koma að landi þennan dag og fá í staðinn aflahlut þeirra. Þessi siður var þekktur í Vestmannaeyjum en ekki a.m.k. í Keflavík, en þannig hagaði til að árið 1981 var þaðan gerður út bátur sem bar nafnið Binni í Gröf KE 127 og var í eigu fyrirtækis er nefndis Gröf sf. Annar eigandi þess og skipstjórinn var Hallgrímur Færseth, tengdasonur Binna í Gröf og ákvað eiginkona hans Jóna Benónýsdóttir að færa karli sínum og áhöfninni bakkelsi þennan dag og fékk í lið með sér systur sína Svanhildi Benónýsdóttir og dóttur sína Ölgu Færseth og tók ég þessa mynd er þær voru við bátshlið á leið um borð.
Það verður þó að segja að Halldór Ibsen sem þá var framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Suðurnesja og vann við Keflavíkurradió var ekki par hrifinn af þessu og kom niður á bryggju og skammaðist yfir því að vera taka upp þennan bölvaða sið í Keflavík. Hvað um það síðan hefur ekki heyrst af slíkum uppákomum aftur í Keflavik a.m.k. Þar sem við Halldór Ibsen áttum eftir að hittast nokkrum sinnum aftur hafði ég mjög gaman af því að stríða honum með þessu.


     Sumardagurinn fyrsti 1981: F.v. Jóna Benónýsdóttir og Svanhildur Benónýsdóttir og framan við þær er Olga Færseth, við 419. Binna í Gröf KE 127 © mynd Emil Páll, 1981

Af Facebook:
Guðni Ölversson Þessi siður var viðhafður í Grindavík. Man vel eftir þegar tengdamóðir mín var að baka fyrir sumardaginn fyrsta handa körlunum á Þórkötlu II og seinna Ársæli Sigurðssyni.
Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir Þetta gerði eg i mörg ar.
Friðrik Gissur Benónýsson Gleðilegt sumar Jú það biðu allir spenntir eftir þessum degi í gamla daga.