16.04.2012 13:49
Norskt selveiðiskip tengir Ísafjörð við Titanic
(ath. þetta er 6 ára gömul frétt úr bb.is)
"Engin staðfesting fékkst á því hvort skipið hafi verið í nágrenni við Titanic þegar það sökk en ég frétti það líka eftir krókaleiðum að eitthvað hefði verið fjallað um þetta í norsku blaði og fyrir nokkru fann ég upplýsingar um þetta á netinu", segir Áslaug.
Tengslin eru með þeim hætti að haft er eftir farþegum á Titanic að sést hafi ljós af öðru skipi þegar skipið var að sökkva og talið er að leyndardómsfulla fleyið hafi verið The Californian. En einnig er talið að annað skip en The Californian hafi verið í nágrenni við Titanic þetta örlagaríka kvöld 12. apríl 1912 og löngum hefur því verið haldið fram að það skip hafi verið norska selveiðiskipið Samson.
Í dagbók eins skipverja Samsons er því lýst hvernig skipið hafi legið nærri Titanic og séð flugeldum skotið á loft en ákveðið var að fara burt af svæðinu þar sem áhöfnin var að ólöglegum veiðum. Þá hefur verið greint frá því að samkvæmt opinberum heimildum hafi Samson verið á Ísafirði þann 6. apríl og aftur þann 20. apríl. Ef það er rétt hafði þetta litla skip aðeins 14 daga til að sigla 3000 mílur til Titanic og til baka. Líklega verður það alltaf ráðgáta hvort og hvaða skip þetta voru nærri slysstað þegar Titanic sökk.
bb.is | 25.04.2006 | 07:13Norskt selveiðiskip tengir Ísafjörð við Titanic
Alþjóð kannast við Titanic sem fórst á svo hörmulegan hátt í jómfrúarferð sinni 1912, færri vita þó að tengsl eru á milli farþegaskipsins fræga og Ísafjarðar. Jafnvel hafa verið orðaðar hugmyndir um að koma á fót Titanic safni á Ísafirði. "Fyrir um 16 árum voru staddir á Ísafirði tveir menn sem voru að rannsaka tengsl Titanic við Ísafjörð og þeir stungu upp á því að sett yrði á stofn Titanic safn hérna. Þeir voru að rannsaka hvort norskt skip sem orðað hefur verið í tengslum við slysið á Titanic hafi verið statt á Ísafirði í apríl 1912. Síðan fóru þeir héðan til Noregs", segir Áslaug Jensdóttir á Ísafirði sem hefur verið í nokkru sambandi við rannsóknarmennina í gegnum tölvupóst síðan þeir voru hér vestra í heimsókn."Engin staðfesting fékkst á því hvort skipið hafi verið í nágrenni við Titanic þegar það sökk en ég frétti það líka eftir krókaleiðum að eitthvað hefði verið fjallað um þetta í norsku blaði og fyrir nokkru fann ég upplýsingar um þetta á netinu", segir Áslaug.
Tengslin eru með þeim hætti að haft er eftir farþegum á Titanic að sést hafi ljós af öðru skipi þegar skipið var að sökkva og talið er að leyndardómsfulla fleyið hafi verið The Californian. En einnig er talið að annað skip en The Californian hafi verið í nágrenni við Titanic þetta örlagaríka kvöld 12. apríl 1912 og löngum hefur því verið haldið fram að það skip hafi verið norska selveiðiskipið Samson.
Í dagbók eins skipverja Samsons er því lýst hvernig skipið hafi legið nærri Titanic og séð flugeldum skotið á loft en ákveðið var að fara burt af svæðinu þar sem áhöfnin var að ólöglegum veiðum. Þá hefur verið greint frá því að samkvæmt opinberum heimildum hafi Samson verið á Ísafirði þann 6. apríl og aftur þann 20. apríl. Ef það er rétt hafði þetta litla skip aðeins 14 daga til að sigla 3000 mílur til Titanic og til baka. Líklega verður það alltaf ráðgáta hvort og hvaða skip þetta voru nærri slysstað þegar Titanic sökk.
Skrifað af Emil Páli
