16.04.2012 00:00

Guðný ÍS: Sokkin - komin í slipp og sjósett að nýju

Hér kemur syrpa af Guðnýju ÍS, allt frá því að hún var sokkin í Ísafjarðarhöfn og til þess tíma að báturinn var sjósettur að nýju eftir endurbætur. Að vísu er stiklað á stóru, en hugsanlega kem ég með fleiri myndir úr slippnum síðar. Allar myndinar eru teknar af Rakel Þorbjörnsdóttur, nema sú fyrsta sem er úr bb.is.


                    1464. Guðný ÍS 13, sokkin í Ísafjarðarhöfn 2. janúar 2011 © mynd bb.is


















                                          Bjössi, Brynjar og Pétur










                                                  Sjósetningin föstudaginn 13.












  1464. Guðný ÍS 13 komin að bryggju að nýju © myndir Rakel Þorbjörnsdóttir

Smíðanúmer 10 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd, 1976, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Skráningu breytt úr fiskiskipi í skemmtibát 2006. Sökk í Ísafjarðarhöfn, eftir að hafa legið þar lengi við bryggju. Náð aftur á flot og endurbyggður sem sumarbústaður í slippnum á Ísafirði og sjósettur þar að nýju föstudaginn 13. apríl 2012.

Nöfn: Árnesingur ÁR 75, Sædís ÁR 14, Auðbjörg II SH 97, Reynir AK 18, Vestri BA 64, Vestri BA 63, Diddó BA 3, Diddó ÍS 13 og núverandi nafn: Guðný ÍS 13