15.04.2012 19:00
Kaupir Arnarfell og Helgafell
Arnarfell og Helgafell eru systurskip, smíðuð hjá J.J. Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg og taka 909 gámaeiningar. Burðargetan er allt að 11.143 tonn, þau eru 138 metra löng, 21 metra breið og ganga allt að 18,4 sjómílur á klukkustund. Þau eru í vikulegum áætlunarsiglingum til Evrópu, farið er frá Reykjavík á fimmtudagskvöldi með viðkomu í Vestmannaeyjum á leið til Immingham á Bretlandi. Þaðan er siglt til Rotterdam, Cuxhaven, Árósa, Varberg og Færeyja og komið til baka til Reykjavíkur á miðvikudagsmorgni.
"Skipaverð er hagstætt þessi misserin á heimsmarkaði og það skapaðist áhugavert kauptækifæri sem við gripum," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa í tilkynningu.
Skrifað af Emil Páli
