13.04.2012 21:00

Ikkamiut GR 7-311 á strandstað við Strandgötu í Hafnarfirði


   IKKAMUIT GR  7-311  SLITNAÐI UPP Í AFTAKA VEÐRI Í NÓV 2006,  Í HAFNAFJARÐARHÖFN © LJÓSMYND, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa segir þetta um strandið.: Þann 5. nóvember 2006 voru tvö grænlensk skip í höfn í Hafnarfirði og lágu þau saman utan á Sonar við Óseyjarbryggju. Milli kl. 8 og 9 um morguninn tók hafnarvörður eftir að festar Ikkanmiut GR voru farnar að gefa sig að aftan vegna veðurs. Voru dráttarbátarnir Hamar og Þróttur kallaðir út. Áður en aðstoð barst slitnuðu festar Ikkamiu sem rak undan vindinum með hinn grænlenska (Serena) á síðunni inn á grunnsævi innan hafnarinnar. Dráttarbátarnir reyndu  að stöðva skipin en við bilaði önnur vél Hamars og Þróttur lenti undir bóg Ikkamiut með þeim afleiðingum að ljósamastur ásamt radarloftneti á þaki stýrishússins skemmdist. Ikkamiut strandaði um það bil 150 metrar frá fjöruborði undan Fjörukráarbryggjunni, en hinn togarinn Serene flaut.
Hafnarstarfsmenn reyndu að draga skipð af strandsað en hættu við það og létu nægja að losa Senene utan af Ikkamiut og biðu eftir að það fæddi að  Serena var dreginn að bryggju og fest tryggilega og um kl. 15 tókst dráttarbátnum Hamri, Þrótti og björgunarskipi Björgunarsveitarinnar Fiskakletts að draga Ikkamiut aftur á flot. Ekki er vita til að skemmdir hafi orðið á togaranum.