13.04.2012 13:17

Skipstjóri flutningaskips ætlaði að stytta sér leið

visir.is:
Skipstjórinn ætlaði sér sömu leið og kollegi hans á Wilson Muuga fór á sínum tíma. Það endaði með ósköpum.
Skipstjórinn ætlaði sér sömu leið og kollegi hans á Wilson Muuga fór á sínum tíma. Það endaði með ósköpum.

Starfsmenn í Vaktstöð siglinga og í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu í nótt afskipti af skipstjóra á erlendu flutningaskipi sem ætlaði að stytta sér leið og sigla svonefnda innri leið fyrir Garðskaga og inn á Faxaflóann.

Stór skip eiga hinsvegar að sigla ytri leiðina samkvæmt reglugerð sem sett var eftir að flutningaskipið Wilson Muga strandaði við Garðskaga fyrir nokrum árum. Skipstjórinn hlýddi fyrirmælum í nótt og beygði út á ytri leiðina.

Innri leiðin freistar hinsvegar sumra skipstjóra, því hún sparar tveggja klukkustunda siglingu.

Leiðrétting frá epj. Wilson Muuga, strandaði ekki við Garðskaga heldur neðan við Hvalsneskirkju á sínum tíma