13.04.2012 00:00

Jón Páll Jakobsson í Noregi

Það er alltaf fróðlegt og skemmtileg að lesa pislana frá Bíldælingnum Jóni Páli Jakobssyni sem er skipstjóri í Noregi. Nánar er hægt að lesa um hann á síðunni hans, en tengill á hana er hér til hliðar.

Löndun lokið og stefnan sett á heimahöfn.


Já við erum búnir að landa hjá honum Oddbirni í Veidholmen Fisk AS. Gekk þetta allt eins og sögu og hann var ánægður með fiskinn og hækkaði verðið og borgaði okkur 3 kr hærra heldur en við fengum í Röst, en við fengum 18 kr( ca 390 kr íslenskar) fyrir kg.
 
Veidholmen löndun og fleira 013
 
Og nú erum við komnir enn og aftur stím og nú er það heimahöfnin og reikna ég með að það taki okkur rúman sólarhring að sigla þá leið. Ættum við að vera komnir til Örnes annað kvöld og þá er ekkert nema ganga frá skipinu og svo er bara offshore vinna framundan held ég niður á Heimdal svæðinu en útgerðin er kominn með samning við fyrirtækið Subsea Seven alveg fram í nóvember.
 

                   Áhöfnin á Polarhav þessa stuttu vertíð. 
 
 
Veidholmen löndun og fleira 004
 
 Veidholmen fisk AS og Polarhav við kajann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
Veidholmen löndun og fleira 007
 

Hér sjáum Hafið í morgun en það er vel í henni peran alveg á kafi .









                 Á leiðinni til löndunar.


Nú erum við strákarnir á leiðinni til löndunar og eru 223 sjm eftir þegar þetta er skrifað, við siglum utan skerja í góðu veðri og förum rólega spara olíu. Nú erum við að nálgast eyjuna Træna og svo siglum við suður með henni þangað til við förum inn fyrir Haltenvitann og svo milli Fröya og Hitra og svo komum við til Smöla og þar á endann er Veidholmen og nú segir leiðarreikingurinn að við verðum þar kl 2345 á morgun.
 
Lofoten 3 040
 
Strákarnir að slægja fiskinn í gærkveldi voru frekar ánægðir eftir erfið dag að þeirra mati, ég sagði nú við þá það væri nú ekki mikið mál á Íslandi að vaka eina vorvertíð. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lofoten 3 041
 
Allt orðið fullt ca 30 tonn í kössum og 20 tonn laus í stíum. Og lestarstjórinn ánægður með árangurinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lofoten 3 038
 
Kokkurinn enn og aftur að monta sig.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég hef mikið verið að hugsa um hvers vegna kvótinn sé ekki aukinn heima á Íslandi, hvað er að netabáturinn Saxhamar fer út með 4 trossur og fær 56 tonn sem er auðvita ævintýralegur afli. Í allann vetur hefur heyrt um ævintýralegann afla í net allt í kringum landið og menn eru með gömul og slitinn net til þess eins að fá ekki of mikið. Hvað er að þetta er bara ótrúlegt að kvótinn skuli ekki vera aukinn bara sorglegt. 

                         © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson í Noregi í apríl 2012