11.04.2012 20:14
Ísbjörn ÍS á leið í Smuguna og mun hugsanlega landa í Noregi
bb.is:
Rækjutogarinn Ísbjörn ÍS 304, er á leið í Smuguna, en nokkur ár eru síðan ísfirskur togari fór svo langt norður á veiðar. Togarinn fór í reynslutúr á dögunum sem gekk vel, og því var ákveðið að halda fljótt á sjó að nýju. Að sögn Jóns Guðbjartssonar stjórnarformanns rækjuvinnslunnar Kampa og eiganda útgerðarfélagsins Birnis - sem eiga togarann - lá beinast við að halda í Smuguna eftir prufutúrinn.
"Þessi bátur er svo stór, voldugur og veiðir mikið, auk þess sem hann er dýr í rekstri, að Íslandsmiðin duga honum ekki til veiða. Við sendum hann þarna norður til að geta fengið meiri tekjur fyrir hvern dag," segir Jón, en einungis tvö íslensk skip hafi burði til að fara í Smuguna, Ísbjörninn og Brimnes. Leiðin í Smuguna tekur 5 sólarhringa og því þarf að frysta vöruna um borð.
"Það getur vel verið að okkur hugnist einhvern tímann að senda Ísbjörninn til Kanada og veiða þar. Það er möguleiki sem við erum að skoða," segir Jón, en áætlaður kostnaður við að senda skip af þessari stærðargráðu, hvort heldur til Kanada eða í Smuguna er um 8 milljónir króna. "Því er ljóst að ef við fáum ekkert á hinum endanum, erum við í vonum málum," segir Jón léttur í bragði.
Aðspurður um nýlegt kvótafrumvarp sem lagt hefur verið fram til samþykktar á Alþingi, er Jón berorður. "Það er alveg ljóst að ef þetta frumvarp verður samþykkt, er úti um alla rækjuútgerð á Vestfjörðum," segir Jón sem hefur litla trú þeirri hugmyndavinnu sem liggur að baki frumvarpinu.
Ekki er ákveðið hvenær Ísbjörn ÍS 304 snýr til baka, en að sögn Jóns er möguleiki á að hann muni landa í Noregi og halda aftur í Smuguna þaðan. Ísafjörður sé hinsvegar heimahöfn skipsins og helst vilji hann að landað sé þar.
Rækjutogarinn Ísbjörn ÍS 304, er á leið í Smuguna, en nokkur ár eru síðan ísfirskur togari fór svo langt norður á veiðar. Togarinn fór í reynslutúr á dögunum sem gekk vel, og því var ákveðið að halda fljótt á sjó að nýju. Að sögn Jóns Guðbjartssonar stjórnarformanns rækjuvinnslunnar Kampa og eiganda útgerðarfélagsins Birnis - sem eiga togarann - lá beinast við að halda í Smuguna eftir prufutúrinn.
"Þessi bátur er svo stór, voldugur og veiðir mikið, auk þess sem hann er dýr í rekstri, að Íslandsmiðin duga honum ekki til veiða. Við sendum hann þarna norður til að geta fengið meiri tekjur fyrir hvern dag," segir Jón, en einungis tvö íslensk skip hafi burði til að fara í Smuguna, Ísbjörninn og Brimnes. Leiðin í Smuguna tekur 5 sólarhringa og því þarf að frysta vöruna um borð.
"Það getur vel verið að okkur hugnist einhvern tímann að senda Ísbjörninn til Kanada og veiða þar. Það er möguleiki sem við erum að skoða," segir Jón, en áætlaður kostnaður við að senda skip af þessari stærðargráðu, hvort heldur til Kanada eða í Smuguna er um 8 milljónir króna. "Því er ljóst að ef við fáum ekkert á hinum endanum, erum við í vonum málum," segir Jón léttur í bragði.
Aðspurður um nýlegt kvótafrumvarp sem lagt hefur verið fram til samþykktar á Alþingi, er Jón berorður. "Það er alveg ljóst að ef þetta frumvarp verður samþykkt, er úti um alla rækjuútgerð á Vestfjörðum," segir Jón sem hefur litla trú þeirri hugmyndavinnu sem liggur að baki frumvarpinu.
Ekki er ákveðið hvenær Ísbjörn ÍS 304 snýr til baka, en að sögn Jóns er möguleiki á að hann muni landa í Noregi og halda aftur í Smuguna þaðan. Ísafjörður sé hinsvegar heimahöfn skipsins og helst vilji hann að landað sé þar.
Skrifað af Emil Páli
