Mynd úr safni. mbl.is Upp úr klukkan 11 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNÁ norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands. Þar segir ennfremur að varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar komu auga á skipið  um klukkan hálf níu í morgun í ferilvöktunarkerfum en þá var skipið statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu.  Þyrla Gæslunnar var þegar send á vettvang en áhöfnin var að undirbúa eftirlitsflug þegar kallið kom.  Haft var samband við norska skipið og hefur skipverjum verið gert að ljúka við að draga línuna og halda til Vestmannaeyja þar sem skýrslutaka mun fara fram."/>

09.04.2012 13:33

Norskt skip grunað um ólöglegar veiðar

mbl.is:

Mynd úr safni. stækka Mynd úr safni. mbl.is

Upp úr klukkan 11 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNÁ norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.

Þar segir ennfremur að varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar komu auga á skipið  um klukkan hálf níu í morgun í ferilvöktunarkerfum en þá var skipið statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu. 

Þyrla Gæslunnar var þegar send á vettvang en áhöfnin var að undirbúa eftirlitsflug þegar kallið kom. 

Haft var samband við norska skipið og hefur skipverjum verið gert að ljúka við að draga línuna og halda til Vestmannaeyja þar sem skýrslutaka mun fara fram.