02.04.2012 14:56
Þór væntanlegur og Týr kominn heim
Varðskipið Týr kom til landsins í gær eftir að hafa sinnt verkefnum fyrir fiskveiðieftirlit Evrópusambandsins. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, taka nú á ný við eftirlitsstörf við Ísland en fyrir er varðskipið Ægir í þeim störfum.
Aðspurð hvort áætlanir stæðust um að varðskipið Þór kæmi aftur til landsins í byrjun apríl eftir að hafa verið í viðgerð í Noregi sagðist Hrafnhildur ekki vita betur en að það gengi eftir.
Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að Ægir hafi að undanförnu verið við störf á vestur- og norðurmiðum þar sem varðskipsmenn hafi farið um borð í 21 skip og báta á svæðinu til eftirlits. Í kjölfar skyndiskoðana tvær kærur verið gefnar út vegna meintra ólöglegra veiða og 8 áminningar til skipstjóra.
Þá hafi sigling varðskipsins um svæðið sömuleiðis verið nýtt til æfinga og þjálfunar með og án þyrlu Landhelgisgæslunnar.
