02.04.2012 14:43

Dæmdir fyrir ólöglegar línuveiðar á friðuðu svæði

Stuðst við gögn úr fjareftirlitskerfi LHG

Tveir skipstjórar línubáta voru nýlega dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hvor um sig 400 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð fyrir að hafa verið að ólöglegum línuveiðum á friðuðu svæði.

Það sérstaka við þessi mál er að í hvorugu tilfelli hafði Landhelgisgæslan tök á því að senda varðskip eða loftfar á svæðið heldur var stuðst við gögn úr fjareftirlitskerfi LHG sem reynst hefur vel undanfarin ár, bæði við eftirlit með flutninga- og fiskiskipum og í björgunaraðgerðum. Þess skal getið að gögn úr fjareftirliti hafa áður verið notuð í dómsmálum vegna fiskveiðibrota, en árið 2002 voru tveir norskir skipstjórar dæmdir fyrir ólöglegar loðnuveiðar norður af landinu og nær eingöngu stuðst við gögn úr fjareftirliti.


              Texti og mynd af vef Landheilgisgæslunnar