visir.is
Landhelgisgæslan stóð í gær færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu. Skipinu hefur verið vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóra. Annars sinnir Landhelgisgæslan almennu eftirliti þessa stundina.