31.03.2012 14:35
Siglufjörður: Slippurinn í eigu Síldarminjasafnsins
sk.siglo.is:
Undirritaður hefur verið samningur milli Síldarminjasafnsins og sveitarfélagsins Fjallabyggðarum yfirtöku safnsins á Slippnum á Siglufirði. Fór undirritunin fram við hátíðlega athöfn í Slippnum fimmtudaginn 29. mars. Slippeignin samanstendur af verkstæðishúsi og dráttarbraut með gömlu skipi ásamt lóð.
Siglufjörður á sér umtalsverða skipasmíðasögu. Á 19. öld voru stundaðar þar smíðar á skonnortum sem gengu til hákarlaveiða og síðar síldveiða. Í Slippnum var síðan stunduð bátasmíði og þjónusta við norðlenska bátaflotann í 60 ár. Má telja það nokkuð víst að hann sé elsta smábátasmíðastöð landsins og jafnvel sú eina sinnar tegundar.
Starfsmenn Síldarminjasafnsins hafa unnið að árabátasmíði í Slippnum síðan 2009 og hafið endurbætur á húsinu. Þar verður í senn sögusýning fyrir safngesti og stundaðar bátasmíðar og viðgerðir eldri báta.
- Nánar á miðnætti -
