31.03.2012 00:00

Sjö nýir sem verða tilbúnir fyrir strandveiðarnar

Hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú eru sjö bátar sem stefnt er að því að verði tilbúnir fyrir komandi strandveiðitímabil og síðan hefur verið pantaðir þó nokkrir eftir það.
Fjórir þessara bátar hafa þegar fengið úthlutað ÍS númer og svo vill til að allir hafa þeir verið fluttir til Hafnarfjarðar til að setja niður vélina og leggja rafmagnið. Fylgdist ég í dag með því þegar einn þessara báta var fluttur frá Ásbrú og inn í Fjörð. Sá fer til Bolungarvíkur, en hinir til Ísafjarðar.
Tveir bátar fara til Hólmavíkur og einn verður með heimahöfn á Grundarfirði.

Hér birtast myndir af þeim öllum auk þess sem nánari umfjöllum fer fram.

ÍS bátarnir

Þrír þeirra eru af gerðinn Sómi 870 og fá nöfnin Dengsi ÍS 17, Hrafntinna ÍS 150 og Otur ÍS 73. Bolungarvíkurbáturinn hefur þegar verið merktur sem Hjörtur Stapi ÍS 124 og er af gerðinni Sómi 990.




          2823. Otur ÍS 73, 2824. Dengsi ÍS 17 og 2825. Hrafntinna ÍS 150, í Hafnarfirði, en þangað voru þeir fluttir fyrir nokkur. Þar sem ég hef fjallað mikið um þá í máli og myndum hér á síðunni læt ég þetta duga um þessa báta, en birti þó hér fyrir neðan myndir sem ég tók af fiskikörunum sem bíða eftir þeim í Hafnarfirði


                                  Fiskikörin fyrir Ot, Dengsa og Hrafntinnu


                  




           7727. Hjörtur Stapi ÍS 124, kemur út úr húsi á Ásbrú rétt fyrir hádegi í morgun




           Báturinn tilbúinn til ferðar í Hafnarfjörð, en athygli hefur vakið sérstakt skjól sem komið er aftan á stýrishúsið


                                Hér sést betur hvernig skjólið á húsinu er

Hólmavíkurbátarnir

Þar er um tvo báta af gerðinni Sómi 800, en ekki liggja fyrir nöfn þeirra eða skipaskrárnúmer.








         Tveir bátar af gerðinni Sómi 800, eða ætti að vera Sómi 797, hafa framleiðslunúmerin 13 og 19 og fara til Hólmavíkur og fá því skráningabókstafina ST.

Grundarfjarðarbátur

Með heimahöfn í Grundarfirði fer Byr SH 9 sem er að gerðinni Sómi 990. Framleiðsla hans er það langt komin að búið er að merkja hann.














       Myndirnar hér að ofan sýna 2809. Byr SH 9, í höfuðstöðvum Bláfells í Ásbrú. Neðsta myndin sýnir nýtt vörumerki Bláfells, en Byr og Hjörtur Sveinn eru fyrstu bátarnir sem það bera

Mennirnir bak við bátanna

Hér koma myndir af Elíasi Ingimarssyni, hjá Bláfelli, Óskari Guðmundssyni sem kenndur var við Bátasmiðju Óskars og er því í dag maðurinn sem á framleiðsluleyfin af Sómabátunum og Hafþór, veit að vísu ekki hvers son, en hann er sölumaðurinn bak við Volvo Pentavélarnar sem eru í Sómabátunum.


                      Elías Ingimarsson, eða Elli í Bláfelli, með pípuna góðu


                                               Óskar og Elli við Hjört Stapa


                             Óskar Guðmundsson og Elías Ingimarsson, í Hafnarfirði í dag


             Hér er þriðji maðurinn kominn í hópinn og stendur milli þeirra Ella og Óskars, sá heitir Hafþór og er sölumaður fyrir Volvo Penta © myndir Emil Páll, á Ásbrú og í Hafnarfirði, 30. mars 2012