27.03.2012 18:10

Sæbergið rifið með veiðarfærum og körum

,,Svona erum við rík þjóð hendum skipum með veiðafærum og körum, þakka fyrir að áhöfnin og aflin var ekki um borð líka".

Nokkrir sjómenn hafa haft samband við mig eftir að hafist var handa um að rífa niður Sæbergið í Njarðvikurslipp. Hefur þeim blöskrað að framlestin var nánast full af plastkörum, auk þess sem veiðarfæri voru enn um borð. Einn þessara sjómanna, Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar myndir á staðnum og hafði að orði: ,,Svona erum við rík þjóð hendum skipum með veiðafærum og körum, þakka fyrir að áhöfnin og aflin var ekki um borð líka".


     Hluti af plastkörunum sem voru um borð í 1143. Sæbergi HF 224, þegar það var rifið....


         ..... og hér eru veiðarfærin © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. mars 2012