22.03.2012 00:00
Stundvís ÍS 883, komin til Neskaupstaðar
Eins og áður hefur komið fram hér var stálbáturinn Maggi Jóns KE 77 seldur til Ísafjarðar þar sem hann var skráður sem Stundvís ÍS 883 og síðan seldur áfram til Neskaupstaðar þar sem rætt var um að hann fengi nafnið Inga NK 4. Frá því hann var seldur vestur fór hann þó ekki fyrr en um síðustu helgi, heldur var hann fyrst í slipp í Njarðvik og síðan við bryggju í Keflavíkurhöfn. Þann tíma og allt þar til hann kom til Neskaupstaðar, hefur hann þó ekki verið merktur neinu nafni, þó svo hann hafi verið skráður sem Stundvís ÍS.
Loksins er hann fór sigldi hann fyrst til Ísafjarðar og eftir nokkra daga stopp þar hélt hann austur og kom þangað á miðnætti, fyrir sólarhring síðan. Þar sem þá var orðið dimmt biðu myndatökur Bjarna Guðmundssonar þangað til í dag að hann smellti þessari syrpu.





1787. Stundvís ÍS 883, á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 21. mars 2012
Loksins er hann fór sigldi hann fyrst til Ísafjarðar og eftir nokkra daga stopp þar hélt hann austur og kom þangað á miðnætti, fyrir sólarhring síðan. Þar sem þá var orðið dimmt biðu myndatökur Bjarna Guðmundssonar þangað til í dag að hann smellti þessari syrpu.
1787. Stundvís ÍS 883, á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 21. mars 2012
Skrifað af Emil Páli
