21.03.2012 11:39

Sigurbjörg ÓF komin til Ísafjarðar


                   Þyrla Gæslunnar og Sigurbjörg ÓF út af Ísafjarðardýpi í morgun

Sigurbjörg ÓF er komin að bryggju á Ísafirði en einn meðlimur áhafnar hennar slasaðist mjög alvarlega um borð og var kallað eftir aðstoð í morgun. Þyrla Gæslunnar var kölluð til og seig maður úr henni um borð er skipið var á leið til lands. Þyrlan bíður nú á Ísafjarðarflugvelli.


           1530. Sigurbjörg ÓF 1, í Ísafjarðarhöfn í morgun © myndir Bæjarins besta