21.03.2012 10:16
Slys um borð í fiskiskipi
mbl.is:
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gná Af vef Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gná Af vef Landhelgisgæslunnar Þyrla Landhelgisgæslu Íslands er á leið í Ísafjarðardjúp en kallað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna alvarlegs slyss um borð í fiskiskipi. Talið er að þyrlan verði komin á vettvang um klukkan tíu.
Upplýsingar um líðan sjómannsins sem slasaðist liggja ekki fyrir að svo stöddu, né hvers konar slys var um að ræða.
Skrifað af Emil Páli
