20.03.2012 09:00

Valdís ÍS 72 o.fl. á Ísafirði

Þessa gömlu mynd fann Guðmundur Sigurðsson hjá sér, en veit í raun mjög lítil deili á henni, telur hana þó tekna um 1970. Sýnist mér að sá guli sé 868. Valdís ÍS 72, en hina þekki ég ekki, enda ekki kunnugur þarna um slóðir. - Færi ég Guðmundi kærar þakkir fyrir -


      868. Valdís ÍS 72 ( sá guli) og aðrir óþekktir á Ísafirði, sennilega um 1970 © mynd í eigu Guðmundar Sigurðssonar, ljósmyndari ókunnur

Vefpóstur frá Gunnari TH.:

Í morgun kl 09.00 birtirðu mynd frá Sundahöfninni á Ísafirði frá Guðmundi Sigurðssyni. Það má vera rétt að fremsti báturinn sé Valdís ÍS en aftan við hann liggur Gullfaxi ÍS, sem fórst í Djúpinu 1980. Aftan við Gullfaxa liggja (utar og blámálaður) Tjaldur ÍS, sem fórst í Jökulfjörðum ´86 og innar mun vera Ragnar Ben, sem strandaði við Brimnes vestan Hellissands ´83 og eyðilagðist.

Sendi ég Gunnari kærar þakkir fyrir þetta.

21.3.2012: Ég þarf að leiðrétta það sem komið er um þessa Ísafjarðarmynd, sem er greinilega tekin að vori því bátarnir eru allir nýskveraðir. Það er rétt hjá þér að sá guli er 868, en á þessum tíma 1975-1977 heitir báturinn Heppinn ÍS 72. Heppinn liggur þarna utaná systurskipinu 361 Bryndísi ÍS 69. Teddi er með næstu tvo rétta, þ.e. 493 Gullfaxi ÍS 594 og 551 Tjaldur ÍS 116. Fyrir innan Tjaldinn er 1317 Engilráð ÍS 60. Með  bestu kveðju, Guðmundur Eydal

Sendi ég Guðmundi Eydal bestur þakkir fyrir þetta.