Kínverjum líkar grásleppuhveljan frá Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir GPG fiskverkun frysti 300 tonn af grásleppu í fiskvinnslu sinni á Raufarhöfn á síðustu grásleppuvertíð og seldi til Kína. Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri reiknar með mikilli aukningu á vertíðinni sem nú er að hefjast. Uppistaðan í fiskvinnslunni á Raufarhöfn er söltun grásleppuhrogna. Þau eru keypt víða að. Þar er einnig vaxandi vinnsla á öðrum afurðum, svo sem loðnu- og þorskhrognum. Í fréttaskýringu um þessa starfsemi GPG í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að gerðar hafa verið tilraunir með útflutning á grásleppu undanfarin þrjú ár. Ýmis vinnsla hefur verið prófuð. Gunnlaugur segir að niðurstaðan hafi orðið sú að Kínverjar vildu fá meginhluta hveljunnar en þó skorna niður eins og bolfisk, þvegna, flokkaða og frysta. "Þannig fæst besta verðið. Þeir steikja hana og sjóða og borða upp til agna með prjónum," segir Gunnlaugur um þessa afurð sem lengi vel var hent í sjóinn eftir að hrognin höfðu verið hirt."/>

17.03.2012 08:52

Borða grásleppuna upp til agna

mbl.is:

Kínverjum líkar grásleppuhveljan frá Raufarhöfn. stækka Kínverjum líkar grásleppuhveljan frá Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir

GPG fiskverkun frysti 300 tonn af grásleppu í fiskvinnslu sinni á Raufarhöfn á síðustu grásleppuvertíð og seldi til Kína. Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri reiknar með mikilli aukningu á vertíðinni sem nú er að hefjast.

Uppistaðan í fiskvinnslunni á Raufarhöfn er söltun grásleppuhrogna. Þau eru keypt víða að. Þar er einnig vaxandi vinnsla á öðrum afurðum, svo sem loðnu- og þorskhrognum.

Í fréttaskýringu um þessa starfsemi GPG í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að gerðar hafa verið tilraunir með útflutning á grásleppu undanfarin þrjú ár. Ýmis vinnsla hefur verið prófuð. Gunnlaugur segir að niðurstaðan hafi orðið sú að Kínverjar vildu fá meginhluta hveljunnar en þó skorna niður eins og bolfisk, þvegna, flokkaða og frysta. "Þannig fæst besta verðið. Þeir steikja hana og sjóða og borða upp til agna með prjónum," segir Gunnlaugur um þessa afurð sem lengi vel var hent í sjóinn eftir að hrognin höfðu verið hirt.