16.03.2012 15:00

TF-SIF greinir olíu vestan við landið

Af vef Landhelgisgæslunnar


   Olíusleikjan sem áhöfn á TF - SIF sá 15. mars 2012 

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug í dag þar sem flogið var frá Reykjavík að Langanesi, Grímsey, N af Horni-, um Vestfirði og Faxaflóa. Í fluginu greindi eftirlitsbúnaður flugvélarinnar olíuslikju vestur af Snæfellsnesi og utan við Faxaflóa. Málið var tilkynnt til Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar og stendur rannsókn á uppruna olíunnar yfir.