15.03.2012 12:55
Þorlákur fékk á sig brot
bb.is
Línuskipið Þorlákur ÍS frá Bolungarvík fékk brot á sig í fyrrinótt. Við það brotnaði rúða og sjór flæddi inn í eldhús skipsins en engum úr áhöfninni varð þó meint af. Þorlákur kom í land í gær og er nú staddur í Ísafjarðarhöfn.
Skrifað af Emil Páli
