15.03.2012 11:13

Flestar landanir í Sandgerði

Næsta koma Bolungarvík, Ólafsvík og Grindavík

Fiskifréttir 
Sandgerði.

 

Á fiskveiðiárinu 2010/2011 voru 60.842 landanir skráðar í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2011.

Þetta er svipaður fjöldi landana og á fiskveiðiárinu 2009/2010 en þá voru skráðar landanir 60.754. Eins og svo oft áður voru flestar landanir í Sandgerði en því næst komu Bolungarvík, Ólafsvík og Grindavík.