15.03.2012 15:00
Var frægt aflaskip í denn
Skip það sem ég kynni nú, var frægt aflaskip undir fyrsta nafninu og raunar fyrstu tveimur nöfnunum. Nánar um það í sögunni hér fyrir neðan myndina og myndtextann.

428. Njörður GK 168 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Smíðin hófst 5. okt. 1953 og báturinn hljóp af stokkum 18. júlí 1954 og fór í reynslusiglingu 23. júlí 1954 og gekk þá 9 sjómílur. Dæmdur ónýtur í nóv. 1980 og brenndur undir Vogastapa 3. júní 1981.
Eldri sjómenn muna örugglega eftir Víði II úr Garði, eða Freyju úr Garði.
Nöfn: Víðir II GK 275, Freyja GK 110, Njörður SH 168 og Njörður GK 168.
428. Njörður GK 168 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Smíðin hófst 5. okt. 1953 og báturinn hljóp af stokkum 18. júlí 1954 og fór í reynslusiglingu 23. júlí 1954 og gekk þá 9 sjómílur. Dæmdur ónýtur í nóv. 1980 og brenndur undir Vogastapa 3. júní 1981.
Eldri sjómenn muna örugglega eftir Víði II úr Garði, eða Freyju úr Garði.
Nöfn: Víðir II GK 275, Freyja GK 110, Njörður SH 168 og Njörður GK 168.
Skrifað af Emil Páli
