14.03.2012 21:31
Jón Oddsson GK 14

Hér sjáum við 180. Helgu Björg HU 7, koma með 620. Jón Oddsson GK 14, logandi til hafnar í Keflavík, 25. ágúst 1971, eftir að eldur hafði komið upp úti á miðunum. Báturinn var síðan tekinn upp í Dráttarbraut Keflavíkur þar sem það átti að endurbyggja hann, en hann var þó dæmdur ónýtur árið eftir. Þeir hjá Dráttarbrautinni ætluðu samt að endurbyggja bátinn og stóð hann uppi í slippnum í Keflavík í mörg ár, en aldrei varð sú raunin á og var hann að lokum brenndur í slippnum © mynd Heimir Stígsson
Af Facebook:
Guðni Ölversson Það var eftirdjá að Jóni Oddssyni. Flottur bátur sem mokfiskaði á síldinnni og landaði gjarnan á Eskifirði. Þar kynntist ég frábærum manni sem Ómar Einarsson heitir.
Skrifað af Emil Páli
