13.03.2012 00:00
Norma Mary A 110 / Rey V3MW6 ex Akureyrin EA og Guðsteinn GK
Þessi togari var annar af þeim systurskipum sem voru í eigu Grindvíkinga en lönduðu í Hafnarfirði og urðu síðar upphafstogarar af útgerð Samherja á Akureyrar. Hitt skipið hét í Grindavík Jón Dan GK 141 og síðan Víðir EA. Þetta skip hét upphaflega Guðsteinn GK 140 og síðan Akureyrin EA 10, þá Akureyrin EA 110 og selt til Bretlands 2002 þar sem það fékk nafnið Norma Mary A-110 síðan var því lagt 2008 en komst þá í eigu íslenskrar útgerðar Katla Seafood og fékk þá nafnið Ray og var gert að birgðaskipi og í dag eigu sömu aðilar skipið og er það skrá í dag sem Ray V3MW6 og er skráð á Kanaríeyjum

Norma Mary A 110 ex 1369. Akureyrin EA, í Hull © mynd Patalavoca, 2002

Norma Mary (EA) A-110 á Akureyri © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 6. júlí 2006
Norma Mary A 110 á Akureyri © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason

Norma Mary A 110, í Cuxhaven © mynd shipspotting, Wilfried, í apríl 2007

Norma Mary A 110, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 27. nóv. 2008

Norma Mary A 110, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 25. des. 2008

Ray V3MW6, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Patalavaca, 10. des. 2010

Ray V3MW6, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, wille ryan, 10. jan. 2011
Af Facebook:
Guðni Ölversson Það var bara sorgleg hallærisútgerð sem stóð að þessum skipum nýjum Samstarf Grindvíkinga og BÚH. Grindjánar hefðu betur rekið þessi skip einir.
Norma Mary A 110 ex 1369. Akureyrin EA, í Hull © mynd Patalavoca, 2002
Norma Mary (EA) A-110 á Akureyri © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 6. júlí 2006
Norma Mary A 110, í Cuxhaven © mynd shipspotting, Wilfried, í apríl 2007
Norma Mary A 110, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 27. nóv. 2008
Norma Mary A 110, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 25. des. 2008
Ray V3MW6, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, Patalavaca, 10. des. 2010
Ray V3MW6, í Las Palmas, Kanaríeyjum © mynd shipspotting, wille ryan, 10. jan. 2011
Af Facebook:
Guðni Ölversson Það var bara sorgleg hallærisútgerð sem stóð að þessum skipum nýjum Samstarf Grindvíkinga og BÚH. Grindjánar hefðu betur rekið þessi skip einir.
Eiríkur Tómasson Ekki veit ég hvernig skipin voru gerð út, en fiskurinn sem kom af þessum togurum og var sturtað í móttökur HG og HÞ í Grindavík þoldi yfirleitt ekki að vera sturtað. Og ekki var lyktin góð svona yfirleitt.
Guðni Ölversson Þetta voru einu togararnir af þessari gerð sem voru hallæriskollur strax þegar þeir voru nýjir. Veit ekki hverju það var að kenna. En það er augljóst að ef þeir hafa skilað verri fiski en aðrir tögarar sem veiddu á sömu slóð hefur það væntanlega eitthvað með mannskapinn að gera. Það lærði maður í Norðursjónum betur en annars staðar að umgengnin um fiskinn skipti öllu máli.
Skrifað af Emil Páli
