12.03.2012 09:31
Gunnþór ÞH sjósettur eftir miklar breytingar
Í liðinni viku sjósetti Bátahöllin á Hellissandi, Gunnþór ÞH 75 eftir miklar breytingar. Báturinn var m.a. breikkaður, hækkaður og lengdur. Þurfti að stöðugleikaprófa hann vegna þessara miklu breytinga og stóðst hann þær prófanir allar. Var hann að því loknu hífður upp á bíl frá Þorgeiri ehf sem flutti hann á Raufarhöfn þar sem hann er gerður út af Útgerðarfélaginu Ugga ehf.
Kom þetta fram í Skessuhorni.is
7007. Gunnþór ÞH 75, sjósettur í síðustu viku eftir miklar breytingar © mynd Skessuhorn
Skrifað af Emil Páli
