mbl.is/Ernir Fyrir rúmum hálftíma var tilkynnt að maður væri í sjálfheldu á brimgarði við Norðurgarð í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru með mikinn viðbúnað og tókst að bjarga manninum um borð í bát. "Það var kallað út svokallað útkall rauður vegna þess að það var maður staddur í sjálfheldu úti á brimgarðinum," segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is en maðurinn hafði verið við veiðar í höfninni. "Við sendum strax mann út til hans því hann var kominn í sjálfheldu. Hann hafði ekki áttað sig á því hversu hratt flæddi að og hversu mikið sjórinn gekk yfir garðinn." Manninum var bjargað um borð í bát björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði og fluttu þeir hann í land. Maðurinn er óslasaður. Segja má að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu því Jónas segir fullvíst að maðurinn hefði ekki getað komist í land hjálparlaust. "/>

11.03.2012 21:35

Mannbjörg í Hafnarfirði

mbl.is:
stækka mbl.is/Ernir

Fyrir rúmum hálftíma var tilkynnt að maður væri í sjálfheldu á brimgarði við Norðurgarð í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru með mikinn viðbúnað og tókst að bjarga manninum um borð í bát.

"Það var kallað út svokallað útkall rauður vegna þess að það var maður staddur í sjálfheldu úti á brimgarðinum," segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is en maðurinn hafði verið við veiðar í höfninni.

"Við sendum strax mann út til hans því hann var kominn í sjálfheldu. Hann hafði ekki áttað sig á því hversu hratt flæddi að og hversu mikið sjórinn gekk yfir garðinn."

Manninum var bjargað um borð í bát björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði og fluttu þeir hann í land. Maðurinn er óslasaður. Segja má að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu því Jónas segir fullvíst að maðurinn hefði ekki getað komist í land hjálparlaust.