11.03.2012 23:00
Í Molum fyrir þremur árum
Hér birti ég færslu sem ég var með á vefsíðu sem hét Molar fyrir um þremur árum síðan:
02.08.2009 17:49:17 / Emil Páll
Óvenjuleg og nýtískuleg skúta
2969 .Í dag komu tvær norskar skútur til Keflavíkur. Önnur Libra er ósköp venjuleg, en það sama er ekki hægt að segja um hina Gaudeamus sem er frá Bergen. Þar er á ferðinni tvíbitna þ.e. skúta úr tveimur skrokkum, auk þess sem yfirbyggingin er öll mjög nýtískuleg, eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.

Norska skútan Libra í Keflavíkurhöfn

Gaudeamus frá Bergen er mjög nýtískuleg að sjá

Svona lítur Gaudeamus út að framan

Hér sjáum við hvernig skútan lítur út að aftan.

Nýtískuleg og glæsileg skúta í alla staði © myndir Emil Páll í ágúst 2009
Norska skútan Libra í Keflavíkurhöfn
Gaudeamus frá Bergen er mjög nýtískuleg að sjá
Svona lítur Gaudeamus út að framan
Hér sjáum við hvernig skútan lítur út að aftan.
Nýtískuleg og glæsileg skúta í alla staði © myndir Emil Páll í ágúst 2009
Skrifað af Emil Páli
