11.03.2012 15:00
Ellefu skip í vari og eitt að landa
Núna eftir hádegi voru 8 loðnuskip í vari á Stakksfirði eða í höfnum í Helguvík og Keflavík, auk þess sem þrjú önnur skip voru í vari. Þau sem voru í vari á Stakksfirði voru Júpiter FD, Þorsteinn ÞH, Alpha HF, Vilhelm Þorsteinsson EA, Guðmundur VE,og Kap II VE, Árni Friðriksson RE og Helga RE. Í Helguvík voru Erika og Börkur NK, en hann var að landa. Þá var Jóna Eðvalds SF í Keflavíkurhöfn. Þessu til viðbótar voru nokkrir smærri bátar og línuskipið Jóhanna Gísladóttir í höfn við Stakksfjörð

Guðmundur VE, Júpiter FD og Alpha HF á Stakksfirði í dag © símamynd Halldór G. Guðmundsson, 11. mars 2012
Guðmundur VE, Júpiter FD og Alpha HF á Stakksfirði í dag © símamynd Halldór G. Guðmundsson, 11. mars 2012
Skrifað af Emil Páli
