11.03.2012 10:03

Vinsælar byggðasíður

Á undanförnum árum hafa spottið upp á Facebook, mjög vinsælar byggðarsíður. Síður eins og sú sem Púki Vestfjörð heldur á Ísafirði og er um allt er tengist því bæjarfélagi. Þá stofnaði Sigurbjörn Arnar Jónsson slíka síðu í Keflavik fyrir nokkrum árum og er hún orðinn mjög vinsæl, sú er þó meira um byggðina og fólkið sem þar býr, þó svo að einstaka skip og flugvélar komi með. Á Eskifirði heldur Kristinn Þór út slíkri síðu og er hún bæði sjávarútvegs og byggðarsíða. Allt eru þetta mjög fróðlegar síður sem virkilega er gaman að fylgjast með.


                      Eskifjörður - Eskifirði er nafnið á síðunni fyrir austan