11.03.2012 09:27

Óttast að olía leki úr strönduðu skipi við Noreg

Gámaskipið Celina strandaði skammt frá Malmö í Noregi í gær og er óttast að olía leki frá skipinu. Samkvæmt AP fréttastofunni var skipið með 280 þúsund lítra af olíu um borð og 67 þúsund lítra af dísel. Fjórtán manna áhöfn sem var frá Rússlandi, Filippseyjum og Úkraníu. Enginn þeirra slasaðist við strandið.

Strandstaðurinn er um 270 kílómetrum norðan við Bergen í Noregi. Talsmaður björgunaraðgerða á svæðinu segir að það sé ekki hætta á því að skipið sökkvi, þá sé verið að reyna fá það staðfest hvort olía hafi lekið í sjóinn, en sjáanleg olíubrák sé á svæðinu.

Ekki er ljóst hvað olli strandi skipsins, sem er 123 metra langt.



                   Celina, við Málmö, í Noregi í gærkvöldi © mynd af Skipini.fo