10.03.2012 22:00
Keilir leysir Sægrím af
Keilir SI 145, er nú á leið frá Siglufirði til Njarðvíkur undir skipstjórn Þorgríms Ómars Tavsen og urðu þeir að leita inn til Rifs í kvöld vegna veðurs. Að sögn Þorgríms Ómars mun Keilir taka við hlutverki Sægríms GK 525, sem mun nú fara til Bíldudals þar sem hann verður gerður út í vetur. Sem kunnugt er þá er útgerð Sægríms einnig aðili að fiskvinnslu fyrir vestan, auk Keflavíkur.

1420. Keilir SI 145, kemur inn til Njarðvíkur 15. mars. 2010 og nú er báturinn á leið til Njarðvíkur frá Siglufirði þar sem hann verður gerður út í vetur © mynd Emil Páll

2101. Sægrímur GK 525, að koma til hafnar í Njarðvík 4. janúar 2011 © mynd Emil Páll. Mun báturinn nú fara vestur á Bíldudal þar sem hann verður gerður út í vetur
1420. Keilir SI 145, kemur inn til Njarðvíkur 15. mars. 2010 og nú er báturinn á leið til Njarðvíkur frá Siglufirði þar sem hann verður gerður út í vetur © mynd Emil Páll
2101. Sægrímur GK 525, að koma til hafnar í Njarðvík 4. janúar 2011 © mynd Emil Páll. Mun báturinn nú fara vestur á Bíldudal þar sem hann verður gerður út í vetur
Skrifað af Emil Páli
