06.03.2012 12:00
Ábyrgar fiskveiðar - fiskur til framtíðar
Vísir hf. í Grindavík tekur þátt í verkefni um ábyrgar veiðar Íslendinga, Iceland Responsible Fisheries en myndband um verkefnið má sjá hér. Eins og kemur fram á heimasíðu IRF þá eru "upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga markaðstæki sem gefur framleiðendum og seljendum íslenskra sjávarafurða tækifæri til að staðfesta frumkvæði sitt í að mæta kröfum markaðarins með hagsmuni framtíðar kynslóða að leiðarljósi.
Með markvissu innra starfi sjávarútvegsins og viðeigandi kynningarátaki er unnið að því að skapa íslenskum sjávarútvegi og íslenska merkinu traust og virðingu og treysta þannig stöðu íslensks sjávarútvegs á samkeppnismörkuðum."
Hér má sjá fyrsta af nokkrum kynningarmyndböndum IRF en þar bregður fyrir þremur kynslóðum af fjölskyldu Páls H. Pálssonar. Einnig er þar viðtal við framkvæmdastjóra Vísis, Pétur Hafstein Pálsson, þar sem hann talar um tenginguna frá miðum til markaða ásamt ábyrgð þeirra sem veiða að ganga vel um miðin og fullnýta allt sem við tökum úr náttúrunni.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.responsiblefisheries.is.
Frá þessu var greint á vefnum grindavik.is
