04.03.2012 22:00
Sjómanndagurinn í Keflavík 1977
Þar sem mynd þessi er nokkuð góð tel ég mig þekkja sjö af þessum bátum og í stað þess að nafngreina þá, þá vil ég geta þess hvað hefur orðið af þessum sjö bátum. Einn þeirra og sá stærsti er ennþá til liggur nýmálaður við bryggju, tveir hafa verið varðveittir, einn strandaði og sökk, annar brann og sökk. einn seldur úr landi og enn annar fórst.

Sjómannadagurinn í Keflavík 1977 © mynd af forsíðu Sjómanndagsblaðsins 1978. Eins og ég segi fyrir ofan myndina þekki ég sjö af þessum bátum og birti örlög þeirra.
Af Facebook:
Sjómannadagurinn í Keflavík 1977 © mynd af forsíðu Sjómanndagsblaðsins 1978. Eins og ég segi fyrir ofan myndina þekki ég sjö af þessum bátum og birti örlög þeirra.
Af Facebook:
Skrifað af Emil Páli

Guðni Ölversson Skemmtileg mynd, En verð að viðurkenna að ég þekki ekki eitt einasta prik í höfninni.
Emil Páll Jónsson Ok félagar ég skal nú upplýsa það sem ég veit: Þessi sem er fremstur heitir þarna 955. Óli Bjarna KE 37, nú varðveittur á Fáskrúðsfirði sem Rex NS 3, Í röðinni sem við sjáum fyrst er 311. Baldur KE 97 nú varðveittur í Keflavík, innan við hann er 1065. Glaður KE 67 sem hét Glaður ÍS 28 er hann strandaði skammt frá Flatey á Breiðafirði og sökk. Við hlið Glaðs er 821. Sæborg KE 177 sem Fórst er báturinn hét Sæborg SH 377 út af Rifi á Snæfellsnesi og þar við bryggjuna er 82. Hamravík KE 75 sem seld var úr landi. Utastur í hinni röðinni er 784. Stafnes KE 38 sem brann og sökk í Húnaflóadýpi er báturinn bar nafnið Litlanes ÍS 608. Við bryggjuna þar liggur 971. Boði KE 132, sem í dag er Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, aðra þekki ég ekki án þess að skoða nánar
Guðni Ölversson Ég hefði náttúrulega átt að þekkja Hamravíkina. Sú var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér á síldarárunum