04.03.2012 09:36
Alpha HF 32 í loðnuflutningum hjá Samherja
Það eru margir sem hafa haft gaman að því að sjá þennan bát koma með fullfermi að loðnu að landi s.s. til Helguvíkur, Neskaupstaðar o.fl. hafna, en hann er í loðnuflutningum fyrir Samherja.
Bátur þessi var lengi gerður út hérlendis og bar þessi nöfn í þessari röð: Magnús NK 72, Hrafn Sveinbjarnason III GK 11, Valaberg GK 399, Bergur VE 44, Álsey VE 2 og síðan fékk hann nöfnin Álsey II VE 24, Álsey, Carpe Diem HF 32 og að lokum Alpha HF 32, en síðustu árin var hann aðallega gerður út frá Morocco þó svo að hann væri með íslenska skráningu.

1031. Alpha HF 32, er hann fór frá Akureyri á dögunum en þar hefur hann legið um tíma. Hann er nú í loðnuflutningum fyrir Samherja og um borð er 6 manna áhöfn © mynd Þorgeir Baldursson, í feb. 2012
Bátur þessi var lengi gerður út hérlendis og bar þessi nöfn í þessari röð: Magnús NK 72, Hrafn Sveinbjarnason III GK 11, Valaberg GK 399, Bergur VE 44, Álsey VE 2 og síðan fékk hann nöfnin Álsey II VE 24, Álsey, Carpe Diem HF 32 og að lokum Alpha HF 32, en síðustu árin var hann aðallega gerður út frá Morocco þó svo að hann væri með íslenska skráningu.
1031. Alpha HF 32, er hann fór frá Akureyri á dögunum en þar hefur hann legið um tíma. Hann er nú í loðnuflutningum fyrir Samherja og um borð er 6 manna áhöfn © mynd Þorgeir Baldursson, í feb. 2012
Skrifað af Emil Páli
