02.03.2012 17:00
Allt of margir
Þessi fjórir voru uppi á bryggju í Sandgerði í maí 2008 © Emil Páll
Hérna bak við litlu bátanna sjáum við þrjá gamla vertíðarbáta sem ekki vouru þá í útgerð © Emil Páll
Saga þessa varð sú að eikarbátarnir fjórir sem voru uppi á bryggjunni voru myljaðir niður, þar sem þeir eru með öllu ónýtir. Þessir bátar voru 1237 Una SU 89, 1390 Jón Guðmundsson ÍS 75, 1232 Gunnhildur ST 29 og 1294 Hafrós KE 2. Uppi höfðu verið áform um að fara með þá þrjá fyrst nefndu annað, en ekkert varð af því. Uppi á bryggju annarstaðar var 1764 Anton GK 68 sem þarna var álitinn fara sömu leið og hinir en svo var ekki og komst hann aftur i útgerð, þá voru við bryggjuna 573, Hólmsteinn GK 20 sem nú er varðveittur, 450 Eldey GK 74 sem fór í pottinn og 923 Röstin GK 120 sem komin er með annað nafn og eftir mikla skveringu hefur lengið við bryggju í Njarðvík undanfarna mánuði
