01.03.2012 14:53
Eldur í Kópi BA í morgun
bb.is:
Eldur kviknaði í Kóp BA á TálknafirðiAllt tiltækt slökkvilið á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði var kallað út í morgun þegar eldur kom upp í lest línubátsins Kóps BA sem var við bryggju á Tálknafirði. Menn voru að vinna við logsuðu í lestinni og kviknaði í, út frá henni í einangrun milli þilja. Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, segir að nokkuð mikill reykur hafa komið upp og var hann hættulegur vegna eiturgufa úr einangruninni. Mennina sem voru við störf sakaði ekki en illa gekk að slökkva eldinn. Hann var milli þilja og þurfti að rífa frá til að finna eldsupptök. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn að störfum til að tryggja að hvergi leynist neisti.

1063. Kópur BA 175 © mynd Þorgeir Baldursson
Eldur kviknaði í Kóp BA á TálknafirðiAllt tiltækt slökkvilið á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði var kallað út í morgun þegar eldur kom upp í lest línubátsins Kóps BA sem var við bryggju á Tálknafirði. Menn voru að vinna við logsuðu í lestinni og kviknaði í, út frá henni í einangrun milli þilja. Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, segir að nokkuð mikill reykur hafa komið upp og var hann hættulegur vegna eiturgufa úr einangruninni. Mennina sem voru við störf sakaði ekki en illa gekk að slökkva eldinn. Hann var milli þilja og þurfti að rífa frá til að finna eldsupptök. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn að störfum til að tryggja að hvergi leynist neisti.
1063. Kópur BA 175 © mynd Þorgeir Baldursson
Skrifað af Emil Páli
