29.02.2012 00:00

Árni Þorkelsson / Andvari / Snætindur / Gulltoppur / Litlaberg / Búddi / Happasæll

Hér er á ferðinni einn af hinum frægu 100 tonna stálbátum sem smíðaðir voru um og upp úr 1960 fyrir Íslendinga í Þýskalandi og þessi er enn í fullu fjöri.


          13. Árni Þorkelsson KE 46 © mynd Snorri Snorrason


              13. Andvari KE 93 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                           13. Snætindur ÁR 88 © mynd Snorrason


            13. Gulltoppur ÁR 321 í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 26. júní 2005


                                    13. Litlaberg ÁR 155 © mynd Emil Páll


                                           13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                       13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                          13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                  13. Happasæll KE 94, á Stakksfirði © mynd Emil Páll, 14. okt. 2011

Smíðaður hjá Brandenburg/Havel, Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn um páskana 1961.  Lengdur um miðjuna og að aftan og skutur sleginn út, hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.

Sem Árni Þorkelsson KE 46 valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða úti af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn  Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu.

Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30,  Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155, Búddi KE 9 og núverandi nafn: Happasæll KE 94

Af Facebook:
Guðni Ölversson Mikill karakter í þessum bátum. Átti mér einn uppáhalds af þessari tegund, Kambaröst SU. Væri gaman að vita hve mergir þessra báta væru enn til. Man vel eftir baráttu Hafsteins vegna björgunarlaunanna. Það var ekki í eina skiptið sem þessi ómetanlegi ævintýramaður var svikinn um laun fyrir björgunarstörf sín. Held það séu æði margir sem geta þakkað honum frábær störf á miðunum.