27.02.2012 00:00
Nýjar myndir af Heimaey VE 1
Þessar myndir fékk ég af síðu Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar, skipaskoðunarmanns, en þær eru teknar af kollega hans Sævari Sæmundssyni og birtust fyrir helgi á síðu Sigmars Þórs.
Heimaey VE 1 sk.nr. 2812. Skipasmíðastöð: ASMAR TALCAHUANO YARD.
Myndirnar tók Sævar Sæmundsson skipaskoðunarmaður sem var þarna fyrir nokkrum dögum að gera upphafskoðun á skipinu.
Eins og sést á þessum myndum er þetta stórt og glæsilegt skip sem fljótlega fer að ljúka smíði á.
Það er alltaf ánæjulegt þegar ný skip bætast í flotann, og gaman að það skuli vera á leið til Vestmannaeyja.
2812. Heimaey VE 1 © myndir Sævar Sæmundsson, í feb. 2012
Skrifað af Emil Páli
