25.02.2012 22:00

Stýrishúsið af Steinunni gömlu brennur

Hér er mynd sem ég tók og hef framkallað sjálfur í maí 1964. Sýnir hún þegar kveikt var í gamla stýrishúsinu af Steinunni gömlu KE 69, ofan við Dráttarbraut Keflavíkur. En skipt var um stýrishús þegar báturinn var endurbyggður í Dráttarbrautinni 1963.


           Gamla stýrishúsið af 792. Steinunni Gömlu KE 69 brennur eftir að kveikt var í því © mynd Emil Páll, í maí 1964