22.02.2012 16:19
María Júlía á langlegudeildina
bb.is:
Björgunarskipið María Júlía hefur verið flutt frá Þingeyri til Ísafjarðar. Endurbygging skipsins sem hófst fyrir nokkrum árum hefur tafist vegna fjárskorts. "Það er verið að leita leiða til að fjármagna frekari endurbætur á skipinu en ekkert er í augsýn í þeim málum eins og er. Verið er að geyma skipið hér á Ísafirði á meðan beðið er átekta með það," segir Jón Sigurpálsson forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.
Unnið hefur verið að endurbyggingu Maríu Júlíu á Þingeyri. Meðal annars er hefur verið unnið að hreinsun skipsins auk þess sem frárif í framskipi er að mestu lokið og skýli hefur verið byggt yfir framskipið til að þurrka það. Eftir að framkvæmdir stöðvuðust hafa borist nokkrar kvartanar um að skipið sé fyrir annarri starfsemi. Nú er hún á langlegudeildinni svokölluðu á Ísafirði á meðan málin skýrast. "Við vonum það besta bara," segir Jón.
María Júlía á sér glæsta sögu sem björgunarskip Vestfirðinga er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf. Ekki síður þótti hún þjóna hlutverki sínu vel í landhelgisstríðinu 1958 sem einn af varðbátunum í baráttu um yfirráð Íslendinga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið.
Skipið var síðan notað sem hafrannsóknaskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er nátengt sögu Vestfirðinga. Það er 137 brúttó smálestir að stærð og 27,5 metrar að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlutverki á sviði hafrannsókna og strandgæslu.
Björgunarskipið María Júlía hefur verið flutt frá Þingeyri til Ísafjarðar. Endurbygging skipsins sem hófst fyrir nokkrum árum hefur tafist vegna fjárskorts. "Það er verið að leita leiða til að fjármagna frekari endurbætur á skipinu en ekkert er í augsýn í þeim málum eins og er. Verið er að geyma skipið hér á Ísafirði á meðan beðið er átekta með það," segir Jón Sigurpálsson forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.
Unnið hefur verið að endurbyggingu Maríu Júlíu á Þingeyri. Meðal annars er hefur verið unnið að hreinsun skipsins auk þess sem frárif í framskipi er að mestu lokið og skýli hefur verið byggt yfir framskipið til að þurrka það. Eftir að framkvæmdir stöðvuðust hafa borist nokkrar kvartanar um að skipið sé fyrir annarri starfsemi. Nú er hún á langlegudeildinni svokölluðu á Ísafirði á meðan málin skýrast. "Við vonum það besta bara," segir Jón.
María Júlía á sér glæsta sögu sem björgunarskip Vestfirðinga er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf. Ekki síður þótti hún þjóna hlutverki sínu vel í landhelgisstríðinu 1958 sem einn af varðbátunum í baráttu um yfirráð Íslendinga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið.
Skipið var síðan notað sem hafrannsóknaskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er nátengt sögu Vestfirðinga. Það er 137 brúttó smálestir að stærð og 27,5 metrar að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlutverki á sviði hafrannsókna og strandgæslu.
Skrifað af Emil Páli
