21.02.2012 18:30

Salka flutt milli slippa

Um helgina birti ég myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók af Sölku GK, þar sem hún var komin á flot. Þá vissi ég ekki hvað væri á ferðinni, en hér sjáum við myndaseríu sem þeir hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur tóku, af því þegar bátnum var slakað í sjóinn og taka átti hana upp í gamla slippinn en það tókst ekki og því var verkinu frestað um nokkra daga.

                            1438. Sölku slakað niður úr stóra slippnum


                                         Komin upp að bryggjunni við gamla slippinn


                                                  Á leiðinni upp


                                          Slipptakan undirbúin


                                       Reynt að draga upp í gamla slippinn


       Salka fékk nokkra daga gististað áður en aftur átti að reyna © myndir af FB síðu SN