19.02.2012 17:00

Una HF 7

Ég birti myndir af þessum um jólin, en þær tók ég þá af honum, þar sem hann stóð uppi á bryggju í Hafnarfirði. Þá nýkominn frá Færeyjum þar sem hann hét Una og var með FD númeri. Einnig birti ég þá myndir af honum frá Færeyjum.  Upphaflega er þessi bátur framleiddur af Trefjum í Hafnarfirði árið 1999 og seldur hingað í lok síðasta árs.


         2338. Una HF 7 ex Una FD, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 17. feb. 2012

AF Facebook:
Jón Páll Ásgeirsson Fann þennan ekki í almanökum, var hann í Færeyjum ???
Emil Páll Jónsson Já þangað til í Des að hann kom hingað til lands, eins og ég segi frá með myndinni og eins þegar ég birti í des. myndir af honum bæði sem ég tók í Hafnarfirði og eins frá Færeyjum.
Sigurbrandur Jakobsson ?2338 hét upphaflega Siggi Einars BA svo Kristrún ÍS 72 og síðast Una SU 3 frá Breiðdalsvík seldur út í kringum 2004-5. Gæti hafa borið eitt nafn en er ekki alveg viss